Það hefur verið sólríkt á landinu síðustu daga og það virðist ætla að vera það áfram og af því tilefni ætlum við að ræða við tvo læknisfræðilega eðlisfræðinga hjá Geislavörnum ríkisins til að velta fyrir okkur útfjólubláum geislum og hvenær þurfi að huga að sólarvörn. Edda Lína Gunnarsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson setjast hjá okkur í upphafi þáttar til að spjalla um þetta.
En síðan ætlum við að huga að mat og mataræði. Í liðinni viku stóð Matís fyrir málþingi um neytendur framtíðarinnar – þar sem meðal annars var fjallað um upplýsingaóreiðu í tengslum við matvæli. Þóra Valsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir, matvælafræðingar og verkefnastjórar hjá Matís, ætla að kíkja í heimsókn á eftir og ræða aðeins við okkur.
Útfjólubláir geislar og upplýsingaóreiða í tengslum við matvæli