Samfélagið

Samfélagið

Frans páfi lést anna páskadag eftir 12 ár á páfastóli og fljótlega hefjast kardínálar handa við að velja nýjan páfa. Þetta ævaforna embætti er sveipað dulúð og við ætlum að velta fyrir okkur hlutverki páfa og ýmsu öðru sem tengist kaþólsku kirkjunni og trúnni með Illuga Jökulssyni. Lífaldur íslensku þjóðarinnar er 80 ár – en aldur við góða heilsu er aðeins um 66 ár. Hvernig fjölgum við heilbrigðum æviárum? – það er spurningin á bak við nám sem tileinkað er fólki við starfslok og vill bæta líkamlega, félagslega, andlega og jafnvel fjárhagslega heilsu. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, atferlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík kíkir til okkar í dag og segir okkur meira. Og eins og jafnan á miðvikudögum kemur Edda Olgudóttir vísindamiðlari í heimsókn og hún ætlar að segja okkur allt um sjóveiki Tónlist í þætti dagsins: Lafourcade, Natalia - Hasta la Raíz. SPILVERK ÞJÓÐANNA - Plant No Trees.

Páfakjör, lífsgæði á efri árum og sjóveikiHlustað

23. apr 2025