Samfélagið

Samfélagið

Í dag fjöllum við um kynferðislega áreitni og ofbeldi í íþróttum. Á Þjóðarspeglinum síðasta föstudag kynnti Anna Soffía Víkingsdóttir, doktor í félagsfræði, rannsóknir sem byggja á viðtölum við íþróttamenn sem lýsa sinni reynslu af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Við ræddum við Önnu Soffíu á Þjóðarspeglinum um þessar rannsóknir og um þá menningu sem viðgengst í íþróttum á Íslandi. Við heyrum næstsíðasta pistil Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur, formanns Landverndar, frá ráðstefnu aðildarríkja að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika - í Kalí í Kólumbíu. Hún beinir í dag sjónum sínum að stóru málunum á bak við litlu orðin í samningsdrögunum, sem endalaust er rifist um, og fjallar meðal annars um sýn frumbyggja. Ákveðin lykt togar Guðrúnu Öldu Harðardóttur, doktor í leikskólafræðum, marga áratugi aftur í tímann. Í erindi sem hún flutti á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu félagsvísindanna í Háskóla Íslands, talaði hún um matartíma barna í leikskólum - og hvernig venjur og hefðir í stofnanaumhverfi fyrri tíma móta hvernig matartíminn fer fram í dag. Vinnumálastofnun vinnur að því að breyta viðhorfum og menningu þannig að fólk með skerta starfsgetu eigi greiðari leið að hlutastörfum á vinnumarkaði. Nú er í burðarliðnum stórt verkefni sem heitir Unndís - Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnumálum fatlaðs fólks, leiðir verkefnið hjá Vinnumálastofnun og spjallar við okkur um það. Tónlist: Hjálmar - Yfir hafið. PRINS PÓLÓ - Underwear. THE WHITE STRIPES - Seven Nation Army (live).

Ofbeldi í íþróttum, Þorgerður í Kólumbíu, tak fortíðarinnar á matartímum leikskólabarna, störf fyrir fólk með skerta starfsgetuHlustað

04. nóv 2024