Samfélagið

Samfélagið

Þjóðhátíðardagurinn er handan við hornið, eða helgina og viti menn - þá er spáð rigningu um mest allt land enda ekki almennilegur 17. júní nema það rigni og helst duglega. Til að búa landsmenn undir hæhó og jibbý jei ákvað Samfélagið að ráðast í rannsókn á regnhlífanotkun á Íslandi fyrr og nú - og spyrja: Eru regnhlífar gagnlegar eða ef til vill algerlega gagnslausar á Íslandi? Hvers vegna ráðum við túristum eindregið frá því að pakka regnhlífum fyrir Íslandsferðina? Nýlegar breytingar á Google-leitarvélinni sem færa notendum svör samin af gervigreind hafa orðið til þess að netumferð á fréttamiðla hefur snarminnkað. En munu tæknirisar endanlega gera út af við fréttamiðla? Í dag veltum við þessari spurningu fyrir okkur með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins. Pistill frá Esther Jónsdóttur, pistlahöfundi Samfélagsins - hún hefur undanfarið verið með hugann við hafið og pistill dagsins endurspeglar það. Tónlist í þættinum: SPILVERK ÞJÓÐANNA, SPILVERK ÞJÓÐANNA - Skýin. MASSIVE ATTACK - Teardrop. RIHANNA - Umbrella. THE WEATHER GIRLS - It´s Raining Men. Franklin, Aretha - My guy. O-Shen - Siasi.

Úttekt á regnhlífanotkun. Gerir Google út af við fréttamiðla? Pistill um hafiðHlustað

13. jún 2025