Samfélagið

Samfélagið

Samfélagið heilsar af hugvísindaþingi í Háskóla Íslands. Í dag ætlum við meðal annars að hamra járnið á meðan það er heitt, eða eins og sagt er á þýsku - Das Eisen muss man schmieden solange es heiß ist. Við ræðum orðatiltæki, sem tengjast fornu handverki eða iðnaði og eru oft til í mörgum tungumálum við Oddnýju G. Sverrisdóttur, prófessor í þýsku. Og við ræðum við fleiri fræðimenn um fleira spennandi, til dæmis um Fjalla-Eyvind og göngu Jóhanns Sigurjónssonar yfir Vatnahjallaveg árið 1908, jötunmeyjar, goðsagnaljóðlist og vistskáldskap 21. aldar, nýjar og hátæknilegar rannsóknaraðferðir í fornleifafræði og iðhorf fólks til íslensks táknmáls og þeirra sem kenna íslensku sem annað mál.

Samfélagið á hugvísindaþingiHlustað

07. mar 2025