Samfélagið

Samfélagið

Það má segja að Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Svalbarðseyri, búi í tveimur heimum. Þegar hún er ekki í vinnunni í heimahlynningunni á Akureyri er hún vakin og sofin yfir því að styðja fjölskyldur á Gaza, fjárhagslega en ekki síður andlega. Segja má að hún reki óformleg hjálparsamtök og í kringum þau hefur skapast stórt samfélag. Grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli… en hvað svo? Símenntun tekur sífellt á sig nýjar og nýjar myndir og fjölmörg halda áfram að sækja sér menntun að lokinni hefðbundnu skólagöngu, oft þegar þau skipta um starf, fá stöðuhækkun, eða jafnvel bara þegar tölvukerfið í vinnunni er uppfært. Við ræðum við Ingunni S. Unnarsdóttur Kristensen, forstöðukonu Opna háskólans, um Opna háskólann, símenntun og gervigreind. Tónlist og stef úr þættinum: Nai Barghouti - Li Fairuz Tolentino, Ife - Distante Canção. Joan Baez - There But For Fortune.

Kristín styður 37 fjölskyldur á Gaza, Opni háskólinn og gervigreindHlustað

02. jan 2025