Samfélagið

Samfélagið

Komið þið sæl. Samfélagið heilsar. Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon eru umsjónarmenn. Við fjöllum um vopnaburð lögreglu almennt og sérstaklega um rafvarnarvopn og verkefni ríkislögreglustjóra í kringum Norðurlandaráðsþingið og heimsókn Volodimírs Zelenskís, forseta Úkraínu. Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, ræða þetta frá ýmsum hliðum. Fæðumst við annað hvort ólseig eða án allrar getu til að sýna seiglu? Páll Líndal, umhverfissálfræðingur og pistlahöfundur Samfélagsins, fjallar um mikilvægi seiglu í pistli dagsins. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er enn í Cali í Kólumbíu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP, um líffræðilegan fjölbreytileika. Í pistli dagsins fjallar hún um genamengi náttúrunnar - sem er bæði dýrmætt og eftirsótt til hagnýtingar. Tónlist í þættinum: HJÁLMAR - Taktu Þessa Trommu. ALVA NOTO & RYUICHI SAKAMOTO - Microon II. MUGISON & GDRN - Heim (Hljómskálinn 2020). BOB DYLAN - Like A Rolling Stone.

Vopnin sem lögreglan beitir, dagbók frá Kólumbíu, pistill um seigluHlustað

29. okt 2024