Samfélagið

Samfélagið

Í dag fjöllum við um glæpi. Þegar fylgst er með almennri umræðu á Íslandi mætti stundum halda að glæpatíðnin í dag væri hærri en gengur og gerist og stundum heyrast jafnvel raddir sem segja að ástandið hér á landi sé stjórnlaust – af hinum ýmsu ástæðum. En hvað segja tölurnar okkur? Snorri Örn Árnason, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra og aðjúnkt í afbrotafræði við Háskóla Íslands kíkir í heimsókn til að segja okkur meira um það. Sumarstörf eru alls konar, við heyrum í dag nokkrar sögur frá hlustendum af eftirminnilegum sumarstörfum og ræðum við Önnu Katrínu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra vinnumiðlunarinnar Alfreðs, um stöðu sumarstarfa í dag. Tónlist úr þættinum: ARETHA FRANKLIN - Say a Little Prayer For Me. Kraftwerk - Taschenrechner. La Havas, Lianne - Unstoppable (bonus track mp3). King, Carole - Lay down my life (album version).

Glæpatíðni á Íslandi og sumarstörfHlustað

06. jún 2025