Samfélagið

Samfélagið

Verðandi eða nýbakaðir foreldrar fara stundum á ýmis námskeið; tengslanámskeið, svefnnámskeið, brjóstagjafarnámskeið og svo framvegis - en hvað með ömmur og afa? Þurfa þau að fara á námskeið? Við ræðum við Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur, félags- og fjölskylduráðgjafa, sem hefur haldið sérstök námskeið fyrir ömmur og afa. Í þessu kristallast líka samskipti kynslóðanna sem hafa verið til umræðu í Samfélaginu undanfarið. Síðan ætlum við að komast að því hvað verðum um skólp eftir að það fer niður um niðurfallið eða klósettrörið. Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður RÚV á Vesturlandi, fékk Þorstein Narfason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlists Vesturlands, í heimsókn í hljóðver RÚV á Borgarnesi, til að fræðast um fráveitukerfi sveitarfélaga og náttúrulegar lausnir á hreinsun skólps. Í síðustu vika gaf umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna út hina árlegu gloppuskýrslu, sem fjallar um árangur ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbeytingum - eða kannski öllu heldur árangursleysi. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og pistlahöfundur Samfélagsins, rýnir í skýrsluna í pistli dagsins og setur hana í samhengi við komandi kosningar. Tónlist og stef: Teitur Magnússon - Orna. STEREOLAB - Captain Easychord. Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund). ÁSGEIR TRAUSTI - Afterglow.

Eiga ömmur og afar að fara á námskeið? Töfrar fráveitunnar, pistill um gloppuskýrslu í loftslagsmálumHlustað

31. okt 2024