Við höldum áfram að rannsaka lífríkið við rannsóknarstöð Lands og skóga að Mógilsá í Kollafirði. Arnhildur Hálfdánardóttir slóst í maí í fyrra í för með þeim Brynju Hrafnkelsdóttur, skógfræðingi hjá Landi og skógi, og Matthíasi S. Alfreðssyni, skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem vinna saman að því að rannsaka nýja landnema á borð við grenivefara og sniglanárakka. Þau skoða hvað hefur safnast í fiðrildagildrur og fallgildrur og veita okkur nýja innsýn í rannsóknir á skordýrum - sem geta svo sannarlega krafist mikillar þrautseigju og þolinmæði.
Og síðan rifjum við upp heimsókn Samfélagsins í textílflokkunarmiðstöð Rauða krossins – meira um það á eftir.
Meira um lífríkið við Mógilsá og endurvinnsla textíls