Samstöðin

Samstöðin

Miðvikudagur 18. júní Vg, pólitík, Íran, heimsendi, vinstrið og samræmd próf Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður, segir Birni Þorláks að spilling og valdsækni áhrifafólks innan VG, ekki síst Svandísar Svavarsdóttur, skýri bágt gengi flokksins undanfarið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði upplýsir Björn að traust til Alþingis sé að aukast frá því sem verið hefur. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um hvort Bandaríkin muni taka frekari þátt í loftárásum Ísraels á Íran. Og um Ísland og Evrópusambandið. Oddný Eir og María Lilja rabba við fólk um hugsanlegan heimsenda, um landamæri, efnahagsflótta, einmanaleika, skattaskjól og önnur hressileg frétta- og ekki-fréttamál. Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og Marxisti, svarar Gunnari Smára um hvers vegna vinstrið og sósíalisminn hafi ekki risið þegar nýfrjálshyggjan féll í Hruninu. Jón Torfi Jónasson prófessor á eftirlaunum talar um skólakerfið við Gunnar Smára og segir hvers vegna hann geldur varhug við samræmdum prófum eins og kallað er eftir.

Rauða borðið 18. júní - Vg, pólitík, Íran, heimsendi, vinstrið og samræmd prófHlustað

18. jún 2025