Sunnudagurinn 29. janúar
Í öðru Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Ögmundur Jónasson og segir frá verkalýðsbaráttunni á tímum nýfrjálshyggjunnar, en Ögmundur var formaður Starfsmannafélags Sjónvarpsins og síðar formaður BSRB á því tímabili. Hver voru viðbrögð nýfrjálshyggjunnar gegn verkalýðsbaráttu og hver voru viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við nýfrjálshyggjunni?