Komið þið sæl elsku hlustendur og velkomin í þátt númer 57 af Sönnum Íslenskum Draugasögum.Nú eru eflaust margir að fara í ferðalög næstu vikur og mánuði, annahvort erlendis eða hér innanlands og við vonum að við fáum að vera í eyrunum á ykkur á meðan þið fljúgið, keyrið, hjólið eða labbið á þann stað sem þið ætlið að heimsækja 🤗Í dag ætlum við að segja ykkur draugasögur frá fimm einstaklingum og við viljum minna á að ÞÚ getur sent inn þína sögu á sannar@draugasogur.com og við tökum hana þá fyrir í komandi þáttum!Njótið vel 🎧👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉROkkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:Happy Hydrate Leanbody SAGA 1 - DRAUGURINN Á STOKKSEYRI(sendandi: nafnleynd),,Stundum var meira að segja hægt að sjá það fyrir fram að draugurinn væri að fara bralla eitthvað vegna þess að kötturinn varð órólegur. Oftar en ekki þegar að ég var ein heima yfir nótt vaknaði ég um miðja nótt og það var eins og það væri veisla frammi með fullt af fólki..."SAGA 2 - MAÐURINN Í LEÐURFRAKKANUM(sendandi: Maríanna Vestmann),,Ég reisti mig upp í rúminu og sá þá mann standa á miðju gólfi fyrir framan hurðina sem var aðeins frá rúminu. Ég fann mikla sorg koma frá honum en hann var hávaxinn og klæddur í leðurfrakka með hettu, en höfuðið snéri niður svo ég sá ekki framan í hann..."SAGA 3 - ELTIHRELLIR(sendandi: nafnleynd),,Við vinkona mín sitjum úti á svölum einn daginn og sjáum gamlan mann með tvo mjög þunga poka og hann virtist eiga erfitt með að bera þá, svo við ákváðum að fara niður og bjóðast til að beta pokana fyrir hann heim, sem hann þáði. Hann var breskur og mjög gamall, en ég myndi giska á ca 75-85 ára, og greinilega veikur..."SAGA 4 - ALÞÝÐUSKÓLINN Á EIÐUM(sendandi: nafnleynd),,Eitt skiptið þegar ég horfði þangað þá sá ég að það var myrkur inní einni stofunni, eins og það átti að vera en síðan sá ég hvernig ljósið kviknaði og byrjaði að blikka. Ég stóð þarna með kvíðahnút í maganum og beið eftir því að fá mitt kjú svo ég gæti farið inná svið..."SAGA 5 - HJÚKRUNARKONAN SEM HÚKKAR FAR (sendandi: nafnleynd),,Þegar pabbi varungur maður var hann að keyra ásamt vini sínum í mosfellssveit á leið í bæinn þegar hann sér unga konu í gömlum hjúkkubúning standa við veginn að húkka sér far. Pabbi tekur hana uppí en þar sem hún talaði ekki íslensku og pabbi ekki ensku þá ákvað hann að keyra hana áleiðis í bæinn..."Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja sögurnar þeirra. Vonandi höfðuð þið gaman aðÞú getur sent inn þína sögu á sannar@draugasogur.com