Kæru hlustendur, þið eruð að fara að hlusta á þátt númer 56 af Sönnum Íslenskum Draugasögum!Þáttur dagsins er tileinkaður Guðrúnu, því allar sögurnar hér í dag tilheyra henni.En við höfum nokkrum sinnum gert svona áður þar sem við tileinkum heilu þættina einhverjum sem sendir okkur margar sögur í einu 🤗Við skulum fara yfir þær saman í dag.....👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉROkkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:Happy Hydrate Leanbody Maðurinn í stofunni"..Ég var eitthvað að leika mér inn í stofu en kem svo hlaupandi inn í eldhúsið til hans og spyr ,hvaða maður er í stofunni? Pabbi lítur hissa á mig og svarar hvaða maður..,,Speglasímamyndirnar"...Mér leið aldrei illa eða neitt svoleiðis en ég man oft þegar ég kom heim eftir skóla þá sofnaði ég stundum í stofunni og fannst mér ég oft heyra umgang í kringum mig þar...,,Tælandsferðin"...Þetta var einbýlishús með fullt af herbergjum og frekar stórt en svo gerðist það eftir að ég hafði verið þarna í nokkra daga, að þá sá ég allt í einu um hábjartann dag hvítann reyk beint fyrir framan mig inn í einu herberginu þar sem ég svaf...,,Kærasta pabba"...Ég stend þarna á miðju stofugólfinu og ætlaði að beygja mig eftir ryksugunni og slökkva á henni þegar ég sé allt í einu konu setjast upp í rúminu...,,Pabbi"....Ég man að ég leit á myndina á gólfinu og hugsa, þetta er skrítið því síðast þegar ég var hérna eftir að pabbi dó þá var þessi mynd ekki á gólfinu heldur á ísskápnum. Það var heldur enginn annar með lykil að íbúðinni svo það gat ekki verið að einhver annar hafi farið þangað inn...,,Ps. Það er líka ein míní draugasaga um páfagauk, sem er ansi skemmtileg 😉Guðrún lumar á fleiri sögum handa okkur sem við munum taka fyrir í komandi þáttum.En eins og alltaf viljum við hvetja ykkur til þess að senda ykkar frásagnir á sannar@draugasogur.com. Við munum halda áfram með þetta podcast svo lengi sem sögurnar halda áfram að berast 🤗Takk kærlega fyrir að hlusta!