Sannar Íslenskar Draugasögur

Sannar Íslenskar Draugasögur

Komið þið sæl, þið eruð að fara að hlusta á þátt númer 51 af Sönnum Íslenskum Draugasögum! 😁Sögur dagsins eru virkilega góðar, og eins og alltaf þá viljum við hvetja ykkur hlustendur til þess að senda ykkar sögur á sannar@draugasogur.com. 👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉRSAGA 1: Vegbúinn (sendandi: Inga) ,,Við lögðum af stað á föstudegi og ætluðum að vera yfir helgina fram á mánudag, því þetta voru margir aðilar. Og á leið minni sé ég konu standa við vegkant, ég sá að systir mín sá ekki þessa konu og vissi strax að hún væri ekki meðal lifanda..."SAGA 2: Poltergeist (sendandi: Magga) ,,Ég er með lítinn spegi úr mósaik sem ég bjó til í skólanum á yngri árum og hann er staðsettur á hillu fyrir ofan klósettið. Þar sem ég sat inn í stofu þá heyri ég allt í einu skell inná baði, mér dauðbrá og fer inn á bað og sé þá..."SAGA 3: 10 mínútur yfir 6 (sendandi: Aðalheiður Tómasdóttir) ,,Nokkrum mínútum seinna heyrir hún í mér inn í svefnherbergi. Mamma kom inn í herbergi til mín og þá sat ég upprétt í rúminu öskrandi en það sem var dálítið ógnvekjandi var að ég var ennþá sofandi..."SAGA 4: Ekki fara inn til þeirra (sendandi: Snædís María) ,,Ég öskra í símann, hundurinn truflast út í horni og ég tryllist af hræðslu og eina sem ég kem upp er börnin mamma, börnin þannig að ég tek á rás og ætla hlaupa inn til þeirra til að athuga hvort þau væru ekki í lagi en mamma öskrar á mig EKKI FARA INN TIL ÞEIRRA!..."Þá er komið að lokum hjá ykkur í dag og við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja sögurnar þeirra og leyfa ykkur að hlusta. Endilega sendu okkur þína sögu á sannar@draugasogur.com og við tökum hana fyrir í komandi þáttum! Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að senda okkur sögurnar sínar, leyfa okkur að segja þær og öðrum að hlusta ♥️Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:Happy Hydrate HELL ICE COFFEEGhostbox.is Leanbody Haldið áfram að vera dugleg að senda okkur sögur á sannar@draugasogur.com 📧

51. ÞátturHlustað

04. maí 2025