Komið þið sæl kæru áskrifendur og verið velkomin í þátt númer 52 af Sönnum Íslenskum Draugasögum!Ef að þú situr á sögu sem þig langar til þess að deila með okkur, endilega sendu okkur línu á sannar@draugasogur.com og við tökum hana fyrir í komandi þáttum!Njótið vel og eigið yndislega viku!👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉRSAGA 1: Draugasögur úr Kópavogi(sendandi: nafnleynd),,Í stuttu máli er Þinghóll einn af þingstöðum sem var í Gullbringusýslu í ‘‘gamla daga‘‘. Ásamt því að vera þingstaður þá var þetta einnig aftökustaður og fólk því tekið af lífi og grafið jafnvel þarna í kring, eða eins og gert var á þessum tíma ‘dysjað‘. en dys er orð yfir gröf, þar sem grafið var hálfan meter niður í jörðina og svo hlaðið yfir með grjóti eftir að líkið var sett ofan í dysina"SAGA 2: Hótelherbergi á Suðurlandi(sendandi: nafnleynd),,Þegar við vorum komin þangað og búin að tékka okkur inn í herbergið fann ég eitthvað á mér. Eins og eitthvað væri að fylgjast með mér inní herberginu, en svo spáði ég ekki meira í því. Um kvöldið fórum við í veitingasalinn á hótelinu og höfðum það kósý og fengum okkur að borða síðan ákváðum við að fara snemma að sofa þetta kvöld..."SAGA 3: Konan við rúmið(sendandi: Helga),,Ég vaknaði um miðja nótt og sá konu standa beint hliðina á rúminu mín megin og ég hélt að þetta væri mamma mín. Konan var með stutt krullað hár og frekar lágvaxin, nákvæmlega eins og mamma mín var á þessum tíma. Ég reyndi að tala við hana..."SAGA 4: Óvæntur gestur(sendandi: Mjöll),,En þegar ég kem inní eldhús situr þar gömul kona sem ég veit að ég á að þekkja en ég kem henni ekki fyrir mig. Hún heilsar mér en ég fer að velta því fyrir mér hvernig hún komst inní íbúðina afþví að ég var ein heima og mamma enn í vinnunni...."Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að senda okkur sögurnar sínar, leyfa okkur að segja þær og öðrum að hlusta ♥️Okkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:Happy Hydrate HELL ICE COFFEEGhostbox.is Leanbody