Sannar Íslenskar Draugasögur

Sannar Íslenskar Draugasögur

Kæru hlustendur þið eruð að fara að hlusta á þátt númer 55 af Sönnum Íslenskum Draugasögum 💀Ef að þú situr á sögu sem þú vilt að við tökum fyrir í komandi þáttum endilega sendu okkur línu á sannar@draugasogur.com afþví að eina leiðin til þess að halda þessu hlaðvarpi gangandi er að fá sendar sögur frá ykkur 🖤👉🏼 KOMDU Í ÁSKRIFT AF SÖNNUM ÍSLENSKUM DRAUGASÖGUM - HÉROkkar frábæru samstarfsfélagar okkar eru:Happy Hydrate Leanbody SAGA 1: PÓLLAND OG ÍSLAND(sendandi: Justyna) ,,Eftir að við beygjum inn á bílastæði, tók framúr okkur hvítur sportsbíll á ógnahraða. Það tók pabba nokkrar mínutur að athuga hvort það væri í lagi með bílinn okkar en hann sá ekkert óeðlilegt. Við byrjuðum því að leggja rólega af stað aftur og vorum næstum komin á veginn þegar við sáum allt í einu mikinn reyk...."SAGA 2: ÞORP Á VESTFJÖRÐUM(sendandi: Berglind Kvaran Ævarsdóttir),,Ég fer inn í starfsmannarýmið þar sem skáparnir okkar eru, fer úr útifötunum og er að labba til baka þar sem inngangurinn er þegar ég heyri hurðina opnast. Ég lít upp og þar stendur samstarfsmaður minn, sem ég sá í glugganum nokkrum mínútum áður á hæðinni fyrir ofan..."SAGA 3: DRAUGASÖGUR AÐ NORÐAN(sendandi: nafnleynd),,Ég var eitt sinn að keyra að kvöldi til og þá var búið að loka en ég sá svartklæddann mann vera að labba um búðina. Fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri öryggisvörður svo ég fór inn á bílastæðið til að athuga það en nei. Það var ekki bíll frá Securitas og svo sá ég..."Við viljum þakka höfundum dagsins kærlega fyrir að leyfa okkur að segja sögurnar þeirra og fyrir að leyfa ykkur hinum að hlusta. Við viljum hvetja alla sem að sitja á draugalegum atvikum að senda okkur frásagnir á sannar@draugasogur.com.

55. ÞátturHlustað

04. maí 2025