Jónína Einarsdóttir hefur lifað ævintýralegu lífi en hún og eiginmaður hennar hafa starfað og búið í Gíneu - Bissá. Hún segir frá rannsóknum sínum sem snúa meðal annars að sorg mæðra sem missa börn sín og sveitadvölum - en rannsóknir hennar teygja sig yfirleitt bæði til Íslands og Gíneu - Bissá enda segir hún flest vera sammannlegt.