Storytel fagnar því að hafa fengið Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur í raðir flytjenda. Það er ekki bara að þessi magnaða leikkona hafi veitt okkur næma hlutdeild í sigrum og sorgum fólks með persónutúlkun sinni á leiksviðinu, í kvikmyndum og sjónvarpi í gegnum árin, heldur hefur hún að undanförnu deilt opinberlega eigin baráttu og sorgum við ótímabært fráfall eiginmanns hennar Stefáns Karls Stefánssonar með fágætum styrk og reisn. Steinunn Ólína talar opinskátt um líf sitt í kjölfar fráfallsins, um hinn mikla stuðning sem hún fann frá samfélaginu og um fyrirtækin tvö sem hún stýrir, Kvennablaðinu og Sprettu, gróðurhússins sem Stefán Karl setti í gang til að rækta grænsprettu fyrir veitingageirann. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.