Balaji Srinivasan fjárfestir og frumkvöðull hefur spáð ýmsu brjáluðu og ekki allt hefur ræst. Ein af lykilkenningum hans er að hægt og rólega taki netríki við af þjóðríkjum, þar sem hópar munu koma sér saman um samfélög á netinu, sem ekki verða skilgreind af veraldlegum landamærum. Hér ræðum við framtíð Íslands á þessum nótum og veltum öllum steinum. Annað sem kemur við sögu: Hefur regluverk staðið í vegi fyrir framþróun á síðustu áratugum? Fjármagnið skiptist í þrennt: Woke Capital, Tech Capital og Communist Capital. Sagan af landnáminu í Bandaríkjunum eins og Balaji sér hana.
#333 Opinn þáttur | Vonandi hefur þessi maður ekki rétt fyrir sér!