Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E89  – Broddi Kristjánsson er goðsögn. Hann hefur unnið yfir 40 íslenska titla, hefur farið á fleiri heimsmeistaramót en hann hefur tölu á og keppti á ólympíuleiknum í Barcelona árið 1992. Hann er sagnakista og ljúfmenni, lítillátur og góðlegur. Það er þó ekki erfitt að sjá keppnisskapið í gegnum þetta allt enda kemst enginn á þennan stað nema með vinnu og ákveðni. Hann vann ekki fyrsta titilinn fyrr en furðuseint, en eftir það fékk ekkert stoppað hann. Hann lærði til íþróttakennara á Laugarvatni á sama tíma og hann var að spila sig inn á ólympíuleika, fann einhvers staðar tíma til þess að næla sér í lífsförunaut og til þess að sjá Bubba spila á Borginni. Honum bregður fyrir í Rokk í Reykjavík og er ekki alveg hættur að spila þótt mjöðm og hné séu búin og golfið að taka við. Gott spjall.  – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna býður Kore í samstarfi við Símann Pay upp á allar vefjur á aðeins 1.000 krónur. Tilboðið gildir frá þriðjudegi fram á þriðjudag og aðeins þegar þú pantar og greiðir gegnum Símann Pay appið.  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is  – Bónus býður upp á STVF. Í Bónus er hægt að fá allt í þorramatinn. Harðfisk. Sviðasultu. Rófustöppu. Hákarl. Og miklu fleira auðvitað. Þessu raðar þú svo saman í þitt trog og blótar þorrann af afli.  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0089 Broddi KristjánssonHlustað

27. jan 2022