Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E83  – Aldís Amah Hamilton er mjög berorð manneskja. Hún liggur ekki á neinum skoðunum og tók mig svona allt að því á teppið með suma hluti. Það er gott, hún gerði það vel og var mjög til í samtalið. Og hey, hún hefur líka rétt fyrir sér. Aldís Amah er fædd í Þýskalandi, er af íslenskum og bandarískum ættum en eins framandi og það kann að hljóma er hún á flestan hátt alveg ofurvenjulegur Íslendingur, í besta skilningi. Hún fór í Verzló á röngum forsendum en lærði að lokum leiklist, okkur öllum til happs. Hún hefur fetað sig hratt upp stigann og leikur nú aðalhlutverk í sjónvarpsseríu sem hún skrifar í slagtogi við aðrar kanónur og sýnd verður á Stöð 2 um hátíðirnar. Þátturinn er glæpasería í leikstjórn Baldvins Z, nefnist Svörtu sandar og af spjallinu við Aldísi að dæma gætum við fengið að sjá eitthvað afar nýtt og ferskt. Aldís Amah er rétt að byrja, það finnst á öllu, og framtíðin hefst núna. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Brauðkaup í samstarfi við Símann Pay býður þér gómsæta vængi á aðeins 1.000 kr. í stað 1.590 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.     – Omnom býður upp á STVF. Við Aldís ræddum Omnom í þættinum, aðventugjöfina hennar og svoleiðis. Hún er vegan og sagðist ekki geta fengið súkkulaði við sitt hæfi. Það er auðvitað alrangt. Sjáið þetta til dæmis: https://omnom.is/products/superchocoberrybarleynibblynuttylicious    – Bónus býður upp á STVF. Lengdur opnunartími fyrir jólin og til dæmis opið til 23:00 á Þorláksmessu í Smáratorgi, Skeifunni og Spöng — og opið í öllum búðum til 14:00 á aðfangadag. Matur og jólagjafir, strax eða á síðustu stundu.    – Rokksafn Íslands býður upp á STVF. Rokksafnið er staður sem allt áhugafólk um tónlist og/eða íslenska menningu á að heimsækja. Mig langar þó sérstaklega til þess að benda á hina árlegu tónleika sem hljómsveitin Valdimar heldur í Hljómahöll þann 30. desember. Það eru enn til miðar: https://tix.is/is/event/12479/valdimar/  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0083 Aldís Amah HamiltonHlustað

16. des 2021