Andri og Ólafur koma saman í þættinum í dag til að ræða silkiveginn í víðu og þröngu samhengi. Silkivegurinn er nafið sem loðað hefur við leiðina frá Miðjarðarhafinu (Evrópu og Rómarveldi), í gegnum Mið-Austurlönd og Mið-Asíu og til Kína á fornöld og á miðöldum fram til ca. 1500. Á þessu svæði fór fram verslun, m.a. með silki, en einnig fór þar um straumur hugmynda, trúarbragða, menninga, tungumála og sjúkdóma fram og til baka. Á Silkiveginum risu og féllu öll helstu heimsveldi og trúarbrögð fornaldar, en þar var líka að finna hæstu fjallgarða, þrengstu dali og fjallaskörð og mannskæðustu eyðimerkur heims.Tvær nýlegur bækur voru ræddar eftir sagnfræðinga sem hafa látið sér málið varða: The Silk Road: A New History eftir Valerie Hansen, og The Silk Roads: A New History of the World eftir Peter Frankopan. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.