Spegillinn

Spegillinn

Innviðaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Stöðvarskylda verður innleidd á ný og bílstjórum gert að skrá allar ferðir sínar rafrænt. Ráðherra segir að traust almennings til leigubílstjóra hafi algjörlega hrunið og við því verði að bregðast. Nauðsynlegt sé að tryggja betur öryggi farþega. Bandaríkjaforseti heldur áfram þeirri stefnu að draga Bandaríkin út úr alþjóðastofnunum, samningum og sáttmálum. Hvað tekur við? Við ræddum um stöðuna í heimsmálunum við prófessor í stjórnmálafræði. Stafafura er ágeng tegund sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi landsins ef marka má niðurstöður úr nýlegri rannsókn á áhrifum tegundarinnar. Útbreiðslan tífaldaðist á rúmum áratug á því landsvæði sem rannsakað var. Sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun telur að frekari ræktun stafafuru krefjist aukinnar þekkingar og tafalausra viðbragða við útbreiðslu.

Leigubílafrumvarp, alþjóðastjórnmál og ágenga trjátegundin stafafuraHlustað

20. maí 2025