Spegillinn

Spegillinn

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði í vikunni eftir hertari aðgerðum gegn Nikótínpúðum. Hlutfall ungmenna sem nota slíka níkótínpúða er hvergi hærra á Norðurlöndum en á Íslandi - Á stóru blaði sem hangir á veggnum á skrifstofunni hjá stækkunarstjóra Evrópusambandsins í í Brussel, eru nöfn níu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB og yfirlit yfir hvernig viðræðurnar ganga - Ísland er á listanum - með rauðu merki - enda er aðildarumsóknin í frosti eins og fram hefur komið. Nýleg skýrsla Europol varpar ljósi á hvernig skipulögð brotastarfsemi hefur þróast á undanförnum árum, meðal annars með nýrri tækni eins og gervigreind - þótt afbrot eins og fíkniefnasmygl, vopnasala og mansal séu áfram fyrirferðarmikil. Þetta er alþjóðleg starfsemi í eðli sínu og Ísland er þar ekki undanskilið; íslenskir og erlendir brotamenn starfa saman; flytja hingað fíkniefni og þvætta ágóðann af ólögmætri starfsemi, meðal annars með skipulögðum útflutningi á reiðufé og kaupum á rafmynt.

Gervigreind hjá skipulögðum glæpahópum, stækkunarstjóri ESB og niktótínpúðarHlustað

23. maí 2025