Spegillinn

Spegillinn

Átök eru í heimi leigubílstjóra þar sem ásakanir um sviksamlega há gjöld fyrir akstur annars vegar og kynþáttafordóma hins vegar, ganga á víxl. Kristín Sigurðardóttir brá sér í bæinn aðfaranótt laugardags fyrir páska. Þegar útför Frans páfa lýkur á laugardag hefur Giovanni Battista Re, djákni kardínálaráðsins, allt að tuttugu daga til að kalla til Rómar þá 135 kardínála sem kosið geta næsta páfa. Þá ræðst hvort páfatíð Frans verður frjálslynt frávik og hin íhaldssömu öfl nái aftur völdum eða hvort kaþólska kirkjan haldi áfram að fikra sig í átt að frjálslyndi.

Dramatík á leigubílamarkaði og hver verður næsti páfiHlustað

22. apr 2025