Árið 2024 verður það heitasta frá upphafi mælinga, enn heitara en 2023 sem rústaði fyrir hitametum sagði Celeste Saulo, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar þegar hún kynnti skýrslu um öfgar í veðrurfari í ár. Antonio Guterrez framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði þá að jörðin hefði mátt þola mannskaðahita í áratug.
Varla er hægt að tala um mállýskur á Íslandi en staðbundin einkenni í framburði eru vel þekkt eins og norðlenskt harðmæli og röddun, hv- og einhljóðaframburður á Suðurlandi og í Skaftafellssýslum. Norðlenskan hefur löngum verið talin einkar skýr og harðmælið virðist halda velli en röddunin er á undanhaldi. Ný tilbrigði á borð við höggmæli og tvinnhljóðaframburð eru svo að ryðja sér til rúms. Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri er einn stjórnanda stórrar rannsóknar á breytingum á framburði íslensku.
Öfgar í veðri 2024, röddun að hverfa en höggmæli sækir á