Spursmál

Spursmál

Þau Hulda Bjarna­dótt­ir, for­seti Golf­sam­bands Íslands, og Sölvi Tryggva­son, hlaðvarps­stjórn­andi og fjöl­miðlamaður, ræða frétt­ir vik­unn­ar. Ber þar margt á góma, meðal ann­ars sal­an á Íslands­banka þar sem þúsund­ir Íslend­inga keyptu fyr­ir litl­ar 20 millj­ón­ir hver eins og ekk­ert væri.Þá mæta þau til leiks Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, og Mar­grét Ágústa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands. Þau tak­ast á um breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og hvort rétt hafi verið að taka úr sam­bandi til­tek­in ákvæði sam­keppn­islaga þegar afurðastöðvar í kjötiðnaði eru ann­ars veg­ar.Stór orð hafa verið höfð uppi um það mál á und­an­förn­um mánuðum, ekki síst eft­ir að héraðsdóm­ur felldi dóm um að breyt­ing­ar á lög­gjöf­inni hefðu gengið í ber­högg við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins. Hæstirétt­ur sneri þeim dómi fyr­ir nokkru og hafa ýms­ir þurft að éta ofan í sig stór­yrði sem byggðu á dómi hins lægra setta dómsvalds.Í lok þátt­ar­ins er rætt við Guðmund Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóra og stofn­anda Kerec­is. Hann seg­ir dimmt yfir at­vinnu­mál­um á Vest­fjörðum í kjöl­far þess að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ir til­kynnti að hún hyggðist tvö­falda veiðigjöld á út­gerðina í land­inu.En rætt er við Guðmund um fleiri spenn­andi mál, meðal ann­ars hvort ske kynni að annað fyr­ir­tæki á borð við Kerec­is leyn­ist meðal þeirra hundruða ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja sem starf­andi eru í land­inu.

#79. - Aðvörun Fertrams og tekist á um búvörulögHlustað

30. maí 2025