Þau Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, og Sölvi Tryggvason, hlaðvarpsstjórnandi og fjölmiðlamaður, ræða fréttir vikunnar. Ber þar margt á góma, meðal annars salan á Íslandsbanka þar sem þúsundir Íslendinga keyptu fyrir litlar 20 milljónir hver eins og ekkert væri.Þá mæta þau til leiks Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þau takast á um breytingar á búvörulögum og hvort rétt hafi verið að taka úr sambandi tiltekin ákvæði samkeppnislaga þegar afurðastöðvar í kjötiðnaði eru annars vegar.Stór orð hafa verið höfð uppi um það mál á undanförnum mánuðum, ekki síst eftir að héraðsdómur felldi dóm um að breytingar á löggjöfinni hefðu gengið í berhögg við stjórnarskrá lýðveldisins. Hæstiréttur sneri þeim dómi fyrir nokkru og hafa ýmsir þurft að éta ofan í sig stóryrði sem byggðu á dómi hins lægra setta dómsvalds.Í lok þáttarins er rætt við Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra og stofnanda Kerecis. Hann segir dimmt yfir atvinnumálum á Vestfjörðum í kjölfar þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir tilkynnti að hún hyggðist tvöfalda veiðigjöld á útgerðina í landinu.En rætt er við Guðmund um fleiri spennandi mál, meðal annars hvort ske kynni að annað fyrirtæki á borð við Kerecis leynist meðal þeirra hundruða nýsköpunarfyrirtækja sem starfandi eru í landinu.