Spursmál

Spursmál

Ákvörðun Lilju Daggar Alfreðsdóttur um að hækka fjár­fram­lög til lista­manna­launa hef­ur hlotið tals­verða gagn­rýni und­an­farið. Hef­ur því verið haldið fram að frem­ur frjáls­lega sé farið með al­manna­fé í því til­liti og ákvörðunin ekki í takti við rétta for­gangs­röðun fjár­heim­ilda. Í þætt­in­um verður margt fleira til umræðu og verður ráðherra gert að svara krefj­andi spurn­ing­um um stöðu ferðaþjón­ust­unn­ar, lista­manna­laun­in, rík­is­fjár­mál­in, ís­lenska tungu og annað sem teng­ist störf­um henn­ar sem ráðherra. Þau Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður og fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, mæta í settið til að fara yfir það helsta sem þótti draga til tíðinda í líðandi viku.

#29. - Lilja og listamannalauninHlustað

21. jún 2024