Spursmál

Spursmál

Í dag er slétt ár þar til Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu og kjósa til 62 sveit­ar­stjórna. Víða stefn­ir í harðan slag og ljóst að marg­ir þurfa að verja vígið og enn aðrir sem stefna á að ná völd­um.Þetta er meðal þess sem farið er yfir á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn þegar blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son mæta til leiks og fara yfir kosn­inga­bar­átt­una framund­an. Það má segja að Spurs­mál ræsi kapp­hlaupið um meiri­hlut­ann í sveit­ar­fé­lög­un­um landið um kring.Halla Gunn­ars­dótt­ir, sem kjör­in var formaður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins í vor, mæt­ir á vett­vang og fer meðal ann­ars yfir þær áhyggj­ur sem nú hrann­ast upp vegna hækk­andi verðlags. Hún verður spurð að því hvort hætt sé við að risa­samn­ing­arn­ir sem und­ir­ritaðir voru í fyrra, með mikl­um kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð og fyr­ir­tæk­in í land­inu, sé í hættu en í sept­em­ber næst­kom­andi fer sér­stök for­sendu­nefnd yfir það hvort ákvæði samn­ings­ins haldi.Frosti Loga­son mæt­ir ásamt Höllu en hann birti í vik­unni kynn­gi­magnað viðtal við Jón Óttar Ólafs­son, sem verið hef­ur milli tann­anna á fólki síðustu vik­ur vegna njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP. Frosti hef­ur sterk­ar skoðanir á störf­um sér­staks sak­sókn­ara og það verður fróðlegt að heyra hvað hann hef­ur að segja um næstu skref sem taka verður til þess að leiða þetta stóra mál til lykta.Sér­fræðing­ar Íslands­banka, sem loks verður einka­vædd­ur að fullu í næstu viku, telja að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýri­vöxt­um óbreytt­um að sinni en nefnd­in kynn­ir niður­stöðu maraþon­funda sinna á miðviku­dags­morg­un í næstu viku. Meg­in­vext­ir bank­ans eru 7,75% og þykir flest­um nóg um - ekki síst verka­lýðshreyf­ing­unni.Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka fer yfir þetta mat og hvernig horf­urn­ar í hag­kerf­inu eru al­mennt. Það ger­ir hann ásamt Marinó Erni Tryggva­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kviku banka. Hann von­ast til þess að Seðlabank­inn stígi var­færið skref í átt til vaxta­lækk­un­ar. Þar horf­ir hann til fjár­mála­stöðug­leika sem taka verði til­lit til, 12-24 mánuði fram í tím­ann.

#77. - Ár í kosningar og vextirnir valda áhyggjumHlustað

16. maí 2025