Spursmál

Spursmál

Jón Magnús­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur ásamt hópi fleiri manna sem kynnt­ust sr. Friðrik skoðað málið og þá hef­ur Morg­un­blaðið aflað gagna frá KFUM sem ekki hafa komið fyr­ir augu al­menn­ings áður.Rætt er við Jón í lok þátt­ar­ins um þetta mál sem skók ís­lenskt sam­fé­lagið árið 2023 og varð meðal ann­ars til þess að KFUM bað fórn­ar­lömb sr. Friðriks af­sök­un­ar. Stytta af prest­in­um var sömu­leiðis felld af stalli í Lækj­ar­götu og bæj­ar­stjórn Akra­nes­kaupstaðar íhugaði að svipta hinn löngu látna klerk heiðurs­borg­ara­titli.Í frétt­um vik­unn­ar ber páfa­kjöri í Róm afar hátt en sömu­leiðis átök­in sem nú eru far­in að taka á sig al­var­legri mynd en áður milli Pak­ist­an og Ind­lands. Til að ræða þessi mál og fleiri mæta þau Urður Örlygs­dótt­ir og Odd­ur Þórðar­son til leiks. Þau eru bæði frétta­menn á Rík­is­sjón­varp­inu.Til þess að ræða stjórn­mála­ástandið leggja þær Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Miðflokks­ins, og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, orð í belg. Þar er af nægu að taka og ekki verður hjá því kom­ist að spyrja Hildi út í það hvort nýr formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, hygg­ist skipta henni út sem þing­flokks­for­manni.

#76. - Hvítur reykur, sekt séra Friðriks og meint málþófHlustað

09. maí 2025