Spursmál

Spursmál

Í þættinum fer Páll yfir at­b­urðarás­ina sem nærri dró hann til dauða en hann rek­ur einnig hina tor­sóttu leið sem hann hef­ur þurft að feta til þess að fá úr því skorið hverj­ir það voru sem brut­ust inn í sím­ann og komu í kjöl­farið gögn­um úr inn­brot­inu á Þórð Snæ Júlí­us­son, þáver­andi rit­stjóra Kjarn­ans og Aðal­stein Kjart­ans­son, blaðamann á Stund­inni.Áður en Páll mæt­ir til leiks fer Stefán Ein­ar yfir frétt­ir vik­unn­ar með þeim Ólöfu Skafta­dótt­ur, stjórn­anda hlaðvarps­ins Komið gott, og Þorgrími Sig­munds­syni, þing­manni Miðflokks­ins.Þar er af mörgu að taka, meðal ann­ars vær­ing­ar inn­an borg­ar­stjórn­ar og nú heyr­ist víða pískrað í horn­um að verið sé að máta sam­an nýja meiri­hluta til þess að stýra borg­inni fram á vorið 2026 en þá verður að nýju gengið til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga.

#63. - Lífshættuleg byrlun og stormar í vatnsglasi Hlustað

07. feb 2025