Spursmál

Spursmál

Tvær fylk­ing­ar berj­ast um völd­in í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Önnur að baki Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og hin að baki Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur. Þær til leiks í Spurs­mál­um og svara krefj­andi spurn­ing­um.Sú stærsta þeirra hlýt­ur að vera hvernig þær telji sig geta aukið fylgi flokks­ins sem er nú áhrifa­laus, bæði á Alþingi Íslend­inga og í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Hvað munu þær gera öðru­vísi en Bjarni Bene­dikts­son, nái þær kjöri.Stefán Ein­ar ræðir við þær stöll­ur í sitt­hvoru lagi í afar áhuga­verðum þætti Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn. Þar eru þær einnig spurðar út í gagn­rýni sem komið hef­ur upp inn­an flokks og utan á störf þeirra á fyrri tíð.Í frétt­um vik­unn­ar er margt og mikið helst. Frétta­hauk­arn­ir Jakob Bjarn­ar Grét­ars­son og Jón G. Hauks­son fara yfir helstu frétt­ir, sam­ein­ing­ar ­hug­mynd­ir Ari­on banka og Íslands­banka, stöðuna í borg­ar­stjórn og á stjórn­ar­heim­il­inu þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir ræður ríkj­um.

#66. - Valdatafl í Valhöll og Jakob vísar í dularfullan klúbbHlustað

21. feb 2025