Staðan í pólitíkinni og nýmyndað stjórnarsamstarf er í brennidepli í Spursmálum. Þau Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, mæta í settið og ræða nýmyndað ríkisstjórnarsamstarf sem hlotið hefur töluverða gagnrýni síðustu daga.
Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætir í settið ásamt Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókagagnrýnanda til að rýna helstu fréttir í liðinni viku. Mörgum þykir Brynjar vænlegur í að lýsa Eurovision-keppninni í ár í fjarveru Gísla Marteins Baldurssonar og í þættinum mun hann máta sig við hlutverkið.
# 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars