Spursmál

Spursmál

Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, tek­ur enga fanga í ít­ar­legu viðtali í Spurs­mál­um. Seg­ir hann rík­is­lög­reglu­stjóra og ráðuneyt­is­stjóra dóms­málaráðuneyt­is­ins hafa brugðist skyld­um sín­um þegar kem­ur að vernd landa­mæra rík­is­ins.Í þætt­in­um fer Úlfar yfir það hvernig starfs­lok hans báru að og hvaða ástæður hann tel­ur að búi að baki þeirri ákvörðun dóms­málaráðherra. Hann seg­ir und­an­bragðalaust að hon­um hafi verið sýnd­ur reisupass­inn.Í þætt­in­um mæta stöll­urn­ar Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir og Ólöf Skafta­dótt­ir en þær halda úti hinu geysi­vin­sæla hlaðvarpi, Komið gott. Á miðviku­dags­kvöld stefndu þær 450 gest­um í gamla Aust­ur­bæj­ar­bíó og héldu þar uppi stuði langt fram eft­ir.Þær ræða frétt­ir vik­unn­ar sem eru marg­ar og mis­mun­andi. Allt frá nýrri mæl­ingu á fylgi stjórn­mála­flokk­anna til hnífstungu­árás­ar í Úlfarsár­dal.

#78. - Ákall um afsagnir í æðstu stöðumHlustað

23. maí 2025