Spursmál

Spursmál

Í þetta sinn mæt­ir til leiks Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra. Marg­ir stór­ir mála­flokk­ar heyra und­ir ráðuneyti henn­ar, allt frá inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu á sjó og landi til ferðaþjón­ustu og iðnaðar af öðru tagi. Í viðtal­inu er Hanna Katrín meðal ann­ars spurð út í af­stöðu henn­ar og Viðreisn­ar til strand­veiða sem rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur hef­ur gert að for­gangs­atriði í starfi sínu. Viðtalið við Hönnu Katrínu var tekið upp í gær og hef­ur, áður en til birt­ing­ar kom, valdið nokkr­um úlfaþyt í her­búðum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Einkum þó hjá Sig­ur­jóni Þórðar­syni, þing­manni Flokks fólks­ins. Hann mun inn­an tíðar taka við for­mennsku í at­vinnu­vega­nefnd þings­ins. Titr­ing­ur á ólík­leg­ustu stöðum Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, hlaðvarps­stjórn­andi þátt­ar­ins Komið gott hef­ur að und­an­förnu verið orðuð við for­manns­fram­boð í VR en fram­boðsfrest­ur renn­ur út í há­deg­inu á mánu­dag. Hún mæt­ir í nýj­asta þátt Spurs­mála og ræðir stöðuna ásamt Þórði Gunn­ars­syni, bróður sínum og hag­fræðingi.

#62. - Umdeild umsvif, langdregin busavígsla og óttalegt væl í þingmönnumHlustað

31. jan 2025