Spursmál

Spursmál

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur verið formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins frá 2009. Í fyrsta sinn í 11 ár er hann í stjórn­ar­and­stöðu. Mun hann halda áfram sem formaður á nýju ári og hvenær fer lands­fund­ur fram? Svara við þess­um spurn­ing­um verður leitað á vett­vangi Spurs­mála þar sem Bjarni er gestur. Mis­tök eða óhjá­kvæmi­leg ákvörðun? Í þætt­in­um mun Bjarni einnig svara spurn­ing­um um þá ákvörðun sína að efna til kosn­inga þann 30. nóv­em­ber síðastliðinn. Voru það mis­tök af hans hálfu eða var ákvörðunin óhjá­kvæmi­leg. Eins verður Bjarni spurður út í efni nýs stjórn­arsátt­mála Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins. Í fyrri hluta þátt­ar­ins verður rætt við þau Björn Inga Hrafns­son, rit­stjóra Vilj­ans og Vig­dísi Häsler, verk­efna­stjóra Kleifa fisk­eld­is á Sigluf­irði. Þar munu þau rýna í póli­tík­ina, bæði það sem gerst hef­ur en einnig hvað framund­an er.

#57. - Hvað gerir Bjarni Benediktsson á nýju ári?Hlustað

27. des 2024