Spursmál

Spursmál

Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play mæt­ir til leiks og ræðir þar frétt­ir vik­unn­ar. Hann þekk­ir vel til á vett­vangi Sjálf­stæðis­flokks­ins og spá­ir í spil­in nú þegar ljóst er að nýr formaður mun taka við flokkn­um á ár­inu. Margt bend­ir einnig til að for­mannsslag­ur sé í upp­sigl­ingu í Fram­sókn­ar­flokkn­um, hvort sem Sig­urður Ingi vík­ur sjálf­vilj­ug­ur af vett­vangi eða ekki. Þor­vald­ur Þórðar­son, eld­fjalla­fræðing­ur með meiru, spá­ir einnig í spil­in. Mun gjósa aft­ur nærri Svartsengi? Er Grinda­vík hólp­in? Hvað með mögu­lega eld­virkni á Mýr­um eða á Snæ­fellsnesi? Í síðari hluta þátt­ar­ins mæt­ir svo Ólöf Örvars­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar í þátt­inn til þess að ræða hina gríðar­stóru grænu skemmu sem allt í einu reis við Álfa­bakka og byrg­ir þar íbú­um sýn og sól­ar­ljóss.

#59. - Unnið að lausn á græna helstirninu, flugrekstur og eldgosaspáHlustað

10. jan 2025