Spursmál

Spursmál

Í þættinum situr Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur fyrir svörum. Kastljósinu er beint að íbúðaupp­bygg­ingu í borg­inni, vandaræðagangi með leik­skóla­hús­næði og biðlista eft­ir pláss­um sem hon­um hlýst. Þá er Ein­ar einnig spurður út í nýj­ar upp­lýs­ing­ar um him­in­há­ar or­lofs­greiðslur sem frá­far­andi borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, fékk í vasa sinn vegna ónýttra or­lofs­daga ára­tug aft­ur í tím­ann. Að auki mæta þau Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­um dóms­málaráðherra og Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi, til leiks og ræða frétt­ir vik­unn­ar og það helsta sem borið hef­ur til tíðinda á liðnu sumri. Spjallið er líflegt enda eru þau Sig­ríður og Stefán á sitt­hvor­um enda hins póli­tíska lit­rófs.

#31. - Ónýtur lúxusleikskóli og orlof borgarstjóraHlustað

16. ágú 2024