Í þættinum situr Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur fyrir svörum. Kastljósinu er beint að íbúðauppbyggingu í borginni, vandaræðagangi með leikskólahúsnæði og biðlista eftir plássum sem honum hlýst. Þá er Einar einnig spurður út í nýjar upplýsingar um himinháar orlofsgreiðslur sem fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, fékk í vasa sinn vegna ónýttra orlofsdaga áratug aftur í tímann.
Að auki mæta þau Sigríður Á. Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, til leiks og ræða fréttir vikunnar og það helsta sem borið hefur til tíðinda á liðnu sumri. Spjallið er líflegt enda eru þau Sigríður og Stefán á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs.
#31. - Ónýtur lúxusleikskóli og orlof borgarstjóra