Spursmál

Spursmál

Ekk­ert kemst á dag­skrá þenn­an frétta­dag­inn annað en af­sögn barna- og mennta­málaráðherra. En hver verður eft­ir­leik­ur máls­ins? Er rík­is­stjórn­in í hættu? Hef­ur orðspor Íslands skaðast á er­lend­um vett­vangi?Svara við þess­um spurn­ing­um verður leitað á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn. Til þess að ræða póli­tík­ina í mál­inu mæta þau til leiks, Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins.Lög­menn rýna í stöðunaAð lok­inni þeirri umræðu eru þeir vænt­an­leg­ir á vett­vang lög­menn­irn­ir Sig­urður G. Guðjóns­son og Árni Helga­son, sem einnig er varaþingmaður.Þeir ætla að ræða annað stórt mál sem skekið hef­ur ís­lenskt sam­fé­lag síðustu vik­ur og varðar einnig Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi ráðherra. Í ljós hef­ur komið að Ari­on banki af­henti henni og eig­in­manni henn­ar fast­eign í Garðabæ árið 2019 langt und­ir markaðsvirði. Hvaða áhrif hafa þær upp­lýs­ing­ar, meðal ann­ars á af­stöðu skatta­yf­ir­valda?Á Fram­sókn sér viðreisn­ar von?Í lok þátt­ar mun Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæta á vett­vang en þann 13. mars skrifaði hann grein þar sem hann kall­ar eft­ir end­ur­reisn Fram­sókn­ar­flokks­ins. Miðstjórn hans mun funda á Ak­ur­eyri um helg­ina og í viðtal­inu mun Guðni upp­lýsa hvað hann telji að þurfi að gera til þess að þessi elsti stjórn­mála­flokk­ur nái vopn­um sín­um að nýju.

#70. - Fellir mál Ásthildar Lóu ríkisstjórnina? Ögurstund hjá FramsóknHlustað

21. mar 2025