Spursmál

Spursmál

Stefn­ir í hall­ar­bylt­ingu í Fram­sókn­ar­flokkn­um um svipað leyti og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vel­ur nýja for­ystu? Ljóst er að alþing­is­kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber síðastliðinn draga dilk á eft­ir sér á mörg­um víg­stöðvum, ekki aðeins meðal þeirra flokka sem hrein­lega hurfu út af þingi. Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins rýn­ir í spil­in á stjórn­mála­sviðinu ásamt Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra Ölfuss. Hann hef­ur á síðustu vik­um verið orðaður við embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. En hvert stefn­ir hug­ur hans? Skal virkja eða ekki? Á sama tíma og allt leik­ur á reiðiskjálfi í póli­tík­inni er allt í upp­námi í orku­heim­in­um vegna Hvamms­virkj­un­ar. Sum­ir fagna dátt meðan aðrir sýta sárt í kjöl­far þess að héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að Um­hverf­is­stofn­un hefði ekki heim­ild til þess að veita und­anþágu frá vatna­til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Til þess að ræða þá stöðu sem kom­in er upp í tengsl­um við þessa fyr­ir­huguðu ríf­lega 70 millj­arða fram­kvæmd Lands­virkj­un­ar mæta þeir til leiks, Finn­ur Beck, fram­kvæmda­stjóri Samorku og Snæ­björn Guðmunds­son, formaður Nátt­úrugriða.

#60. - Orkuöflun í uppnámi og hallarbyltingar í aðsigiHlustað

17. jan 2025