Spursmál

Spursmál

Svo virðist sem nýir kjara­samn­ing­ar við kenn­ara­stétt­ina muni draga al­var­leg­an dilk á eft­ir sér. Risa­samn­ing­ar sem gerðir voru við 85% vinnu­markaðar­ins í fyrra gætu kom­ist í upp­nám.Þetta má ráða af viðbrögðum aðila vinnu­markaðar­ins í kjöl­far þess að það spurðist út að kostnaður við kenn­ara­samn­ing­ana fyrr­nefndu væri met­inn á allt að 24% yfir fjög­urra ára tíma­bil. Í fyrra náðist sátt á vinnu­markaði með jafn löng­um samn­ingi sem skila átti ríf­lega 14% hækk­un að meðaltali.Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar hef­ur sterka skoðun á stöðunni sem kom­in er upp og er hún gest­ur Spurs­mála að þessu sinni. Einnig heyr­ist þungt hljóð í at­vinnu­rek­end­um en full­trúi þeirra, Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins mun setj­ast við Spurs­mála­borðið ásamt Sól­veigu Önnu og greina stöðuna sem er í meira lagi viðkvæm.Að því loknu mun Helgi I. Jóns­son, fyrr­um hæsta­rétt­ar­dóm­ari ræða við Stefán Ein­ar um fram­kvæmd hinn­ar svo­kölluðu sam­fé­lagsþjón­ustu sem verið hef­ur hluti af refsi­vörslu­kerf­inu hér á landi allt frá ár­inu 1995. Seg­ir hann al­var­leg­ar brota­lam­ir á kerf­inu.Þá mun Al­bert Jóns­son, fyrr­um sendi­herra og alþjóðamálaráðgjafi for­sæt­is­ráðherra mæta til leiks og ræða stöðuna í Úkraínu­deil­unni og hvað Trump hygg­ist fyr­ir í því afar viðkvæma, og eld­fima máli.

#67. - Stjórnarskrárbrot, kjaraklípa og Trumpað ástandHlustað

28. feb 2025