Logi Einarsson, ráðherra fjölmiðlamála, hyggst standa við þá ákvörðun sína að draga úr styrkjum til tveggja stærstu einkareknu fjölmiðla landsins. Þetta staðfestir hann í samtali á vettvangi Spursmála.Í viðtalinu er Logi einnig spurður út í ummæli sem Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis lét falla og lúta að því að refsa eigi fjölmiðlum sem ekki stunda fréttaflutning sem er honum að skapi.Í þættinum verður einnig rætt við Loga um brýn mál sem tengjast gervigreindarkapphlaupi stórveldanna, styrki til námsmanna og sitthvað fleira.Í fréttum vikunnar er rætt við þau Jakob Frímann Magnússon, fyrrum þingmann Flokks fólksins og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra.Þar ber ýmislegt á góma, andlát páfans í Róm, skólamáltíðir og annað sem til umfjöllunar hefur verið í sneisafullri fréttaviku í upphafi sumars.
#74. - Helsingjasteik með brúnuðum og Logi ósáttur við orð Sigurjóns