Spursmál

Spursmál

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætir í Spursmál til að fara yfir stöðuna í íslensku menntakerfi. Alþjóðleg­ir mæli­kv­arðar sýna að ís­lensk grunn­skóla­börn standa flest­um öðrum börn­um á OECD svæðinu langt að baki þegar kem­ur að lesskiln­ingi, stærðfræðikunn­áttu og þekk­ingu á nátt­úru­vís­ind­um. Staðan hef­ur versnað hratt allt frá ár­inu 2009 þegar sam­ræmd próf voru lögð af. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur boðað mikl­ar breyt­ing­ar á mennta­kerf­inu sem hann seg­ir ætlaðar til þess að bæta ástandið. Marg­ir hafa tjáð sig um þessi mál að und­an­förnu og hart hef­ur verið tek­ist á. Í ít­ar­legu viðtali svarar ráðherrann fyr­ir ákv­arðanir sín­ar og einnig það hvað valdið hef­ur því að ekk­ert Evr­ópu­ríki, að Grikklandi und­an­skildu, kem­ur verr út í PISA-könn­un­um en Ísland. Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi í vikunni og þau Hólmfríður María Ragnhildardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri og fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Árborg koma í settið til að ræða um menntamálin, eldgos og sitthvað fleira.

#32. - Menntakerfi í molum og enn eitt gosið Hlustað

23. ágú 2024