Ólíklegt er að átökin milli Írans og Ísraels breiðist út í Mið-Austurlöndum. Fyrrnefnda ríkið virðist einangrað og án vina. Hins vegar er Bandaríkjaforseta vandi á höndum heima fyrir í ljósi þeirra yfirlýsinga sem hann hefur áður gefið um að hann vilji forðast að Bandaríkin dragist inn í átök í fjarlægum álfum. Þetta er mat Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hann er gestur Spursmála þennan föstudaginn og ræðir hin skæðu átök sem nú standa yfir milli Ísraels og Íran.Í þættinum er einnig rætt við Sigurð Boga Sævarsson, blaðamann á Morgunblaðinu, sem fyrir þremur árum tók að ganga götur Reykjavíkur og skrá hjá sér umferð þá. Fyrr í júní lauk hann svo við að ganga þær allar. Í viðtalinu upplýsir Sigurður Bogi hversu margar göturnar eru og er ekki ólíklegt að einhverjum komi á óvart hversu margar götur prýða land Reykjavíkur.Fréttir vikunnar eru svo ekki langt undan og á vettvang mæta þau Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður í Minigarðinum og víðar, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Hún leggur senn í víking til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst setjast á skólabekk. Þrátt fyrir það er pólitíkin ekki langt undan og umræðurnar fóru um víðan völl. Meðal annars að skemmtilegum stað í NY sem ber nafnið Swingers club.
#82. - Heimsstyrjöld ólíkleg, borgin skrefuð og allir á Swingers club