Spursmál

Spursmál

Ólík­legt er að átök­in milli Írans og Ísra­els breiðist út í Mið-Aust­ur­lönd­um. Fyrr­nefnda ríkið virðist ein­angrað og án vina. Hins veg­ar er Banda­ríkja­for­seta vandi á hönd­um heima fyr­ir í ljósi þeirra yf­ir­lýs­inga sem hann hef­ur áður gefið um að hann vilji forðast að Banda­rík­in drag­ist inn í átök í fjar­læg­um álf­um. Þetta er mat Al­berts Jóns­son­ar, fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um. Hann er gest­ur Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn og ræðir hin skæðu átök sem nú standa yfir milli Ísra­els og Íran.Í þætt­in­um er einnig rætt við Sig­urð Boga Sæv­ars­son, blaðamann á Morg­un­blaðinu, sem fyr­ir þrem­ur árum tók að ganga göt­ur Reykja­vík­ur og skrá hjá sér um­ferð þá. Fyrr í júní lauk hann svo við að ganga þær all­ar. Í viðtal­inu upp­lýs­ir Sig­urður Bogi hversu marg­ar göt­urn­ar eru og er ekki ólík­legt að ein­hverj­um komi á óvart hversu marg­ar göt­ur prýða land Reykja­vík­ur.Frétt­ir vik­unn­ar eru svo ekki langt und­an og á vett­vang mæta þau Sig­mar Vil­hjálms­son, at­hafnamaður í Minig­arðinum og víðar, og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún legg­ur senn í vík­ing til Banda­ríkj­anna þar sem hún hyggst setj­ast á skóla­bekk. Þrátt fyr­ir það er póli­tík­in ekki langt und­an og umræðurnar fóru um víðan völl. Meðal annars að skemmtilegum stað í NY sem ber nafnið Swingers club.

#82. - Heimsstyrjöld ólíkleg, borgin skrefuð og allir á Swingers clubHlustað

20. jún 2025