Spursmál

Spursmál

Liggja stór tæki­færi fyr­ir Íslend­inga á Græn­landi. Því svar­ar gull­leit­armaður­inn Eld­ur Ólafs­son í nýj­asta þætti Spurs­mála en hann ritaði afar áhuga­verða grein um málið sem birt var á miðopnu Morg­un­blaðsins nú í morg­un.Mun Jens Garðar bjóða sig fram?Jens Garðar Helga­son verður einnig spurður út í mögu­legt vara­for­manns­fram­boð í Sjálf­stæðis­flokkn­um sem hann hef­ur títt verið orðaður við að und­an­förnu en í lok mánaðar­ins skunda Sjálf­stæðis­menn í Laug­ar­dals­höll og kjósa þar nýja for­ystu fyr­ir flokk­inn.Ásamt Jens Garðari ræðir frétt­ir vik­unn­ar Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Garðabæ. Hún er eig­andi Extra-lopp­unn­ar sem síðustu sjö árin hef­ur gert það gott á markaði með notaðan fatnað.Í lok þátt­ar ræðir Stefán Ein­ar við lög­fræðing­inn Ein­ar Geir Þor­steins­son sem sér ým­is­legt at­huga­vert við þau mála­lok sem nú blasa við í hinu svo­kallaða styrkja­máli þar sem Flokk­ur fólks­ins fékk greidd­ar 240 millj­ón­ir króna í trássi við lög. Hann tel­ur lög­fræðiálit sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fékk í hend­ur ekki rétta leið til að út­kljá málið.

#65. - Tækifæri á Grænlandi og Jens Garðar í varaformanninn?Hlustað

14. feb 2025