Borgaryfirvöld gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eyðileggja starfsemi Aþenu í Breiðholti. Þetta segir Brynjar Karl Sigurðsson í samtali í Spursmálum. Í því felist kvenfyrirlitning. Í þætti dagsins er einnig rætt við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra. Nú munu margar vikur líða þar til gluggi opnast að nýju á að lækka stýrivexti. Þá mæta þeir einnig til leiks, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins.
#80. - Gegn árangri í Breiðholti og óvíst með frekari vaxtalækkanir