Stöðutakan

Stöðutakan

Stór hluti tekna ferðaþjónustunnar rennur beint úr landi vegna hárra þóknana sem greiddar eru til erlendra bókunarvéla. Algengt er að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki greiði allt að 35% þóknun til erlendra bókunarvéla. Þetta segir Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarmaður ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures. Telur Styrmir að upphæðirnar sem um ræðir skipti jafnvel tugum milljarða á hverju ári.   Þetta segir Styrmir í samtali við Þórð Gunnarsson í Stöðutökunni, nýjum umræðuþætti um viðskipti og efnahagsmál sem birtist í opinni dagskrá á Uppkast.is og helstu hlaðvarpsveitum. Meðal annars sem rætt er um í þættinum eru áhrif innrásar Rússa inn í Úkraínu á hrávörumarkaði, verðbólguhorfur á heimsvísu og margt fleira.

#1 - Styrmir Þór BragasonHlustað

08. apr 2022