Taktíkin

Taktíkin

Allir sem hafa horft á útsendingar frá Ólympíuleikum eða öðrum stórmótum vita það að Sigurbjörn Árni Arngrímsson leggur mikla vinnu og ástríðu í það sem hann tekur sér fyrir hendur! „Ætli þetta séu ekki um 30 stórmót erlendis ásamt nokkrum hérna heima sem ég hef lýst af frjálsum, fyrir utan öll gullmótin sem voru sjö á sumri og demantamótin sem eru enn fleiri.“ Íþróttamaðurinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal, Sigurbjörn Árni Arngrímsson er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Sigurbjörn sem er með meistaraprófi í þjálfunarlífeðlisfræði varð 42 sinnum Íslandsmeistara í karlaflokki í greinum frá 4×400 metra boðhlaupi upp í hálft maraþon. Það er því óhætt að segja að Sigurbjörn sé einn fjölhæfasta hlaupari sem við Íslendingar höfum átt!

#97 Sigurbjörn Árni Arngrímsson - Hlauparinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistariHlustað

03. des 2020