Í þáttinn kom hinn hugrakki Óðinn Örn, en hann deilir reynslu sinni af því að vera bróðir einstaklings sem hefur glímt við fíknisjúkdóm. Hann segir okkur hreinskilið frá sínum tilfinningum um hvernig það er að upplifa fjölskylduna þegar bróðirinn fellur ítrekað og móðirin er í meðvirkni að reyna að bjarga honum og að eiga föður sem vinnur mikið. Hann segist hafa fundið sig í ræktinni og hafi oft upplifað sig einn. Hann kom í þáttinn því hann vildi koma því á framfæri að fólk þyrfti ekki að verða eins og foreldrar sínir eða systkyni... og það er ekkert kúl við að nota fíkniefni.